Íþróttamaður dagsins


Siglfirðingurinn Jóhann Vilbergsson var Íþróttamaður dagsins í íþróttahluta Morgunblaðsins í gær. Orðrétt sagði þar: „Jóhann Vilbergsson skíðamaður keppti tvívegis fyrir Íslands hönd á vetrarólympíuleikum, 1960 og 1964. Jóhann fæddist 1935 og keppti fyrir Siglfirðinga. Hann tók þátt í svigi, stórsvigi og bruni á ÓL 1960 í Squaw Valley í Kaliforníu og í svigi og stórsvigi á ÓL 1964 í Innsbruck í Austurríki. Best náði hann 33. sæti af 75 keppendum í bruni 1960. Hann keppti einnig á HM í Austurríki 1958 og á fleiri alþjóðlegum mótum. Jóhann vann m.a. fjóra Íslandsmeistaratitla og árið 1963 hafnaði hann í þriðja sætinu í kjöri íþróttamanns ársins.“

Tíminn, 24. maí 1961.

Forsíðumynd: Skjáskot úr Morgunblaðinu í gær.
Fylgja: Blaðsíða úr Tímanum 24. maí 1961 (Tímarit.is).

Texti: Morgunblaðið / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is