Íslensk og spænsk kvöldstund


Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 13. júlí kl. 20.30 í Þjóðlagasetrinu, munu hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari ásamt dóttur sinni Evu Jáuregui flytja vel valin íslensk og spænsk þjóðlög. Einnig mun Eyjólfur Eyjólfsson leika á langspil og félagar úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða rímur og syngja tvísöngva.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is