Íslandsmót unglinga í badminton


Um nýliðna helgi fór fram Íslandsmót unglinga í badminton, U11, U13, U15, U17 og U19, og var spilað í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Keppendur voru 151 talsins frá 8 félögum. Keppt var í A og B flokki. Siglfirðingar nældu sér í tvenn gullverðlaun og fimm silfurverðlaun. Sjá nánar hér fyrir neðan:

U17 B Einliðaleikur drengir
1 Gísli Marteinn Baldvinsson TBS

U13 B Einliðaleikur tátur
1 Margrét Sigurðardóttir TBS
2 Isabella Ósk Stefansdóttir TBS

U11 Einliðaleikur snótir
1 Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH
2 Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS

U15 Tvíliðaleikur meyjar
1
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR
Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR
2
Amalía Þórarinsdóttir TBS

Sara Bergdís Albertsdóttir BH

U11 Tvíliðaleikur snótir
1
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH
Katla Sól Arnarsdóttir BH
2
Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS

Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir TBS

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is