Íslandsmót unglinga í badminton verður haldið í Fjallabyggð


Íslandsmót unglinga í badminton verður haldið á Siglufirði og í
Ólafsfirði
helgina 5.-6. mars næstkomandi, að því er fram kemur á heimasíðu
Tennis- og badmintonfélags Akureyrar. Er reiknað með að keppni hefjist á

laugardegi klukkan 10:00.

U11 og U13 leika í Íþróttahúsinu á Siglufirði en U15, U17 og U19 á
Ólafsfirði. Úrslitaleikir verða allir á Siglufirði sunnudaginn 6. mars. 

Í U11 flokknum verður aðeins keppt í einliðaleik og allir þátttakendur
U11 fá viðurkenningu fyrir þátttökuna. Í einliðaleik í U13-U19 fara
keppendur sem tapa fyrsta leik í B-flokk.

Sjá upprunalegu fréttina hér.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson og Kristján Pétur Hilmarsson.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is