Íslandsmeistarar í 3. deild


Íslandsmót neðri deildanna í blaki lauk um helgina. BF liðin í 3. deildunum stóðu í ströngu og árangur þeirra í vetur var mjög góður. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og urðu deildarmeistarar í 3. deild karla, þar sem liðið endaði með 38 stig en Haukar A urðu í 2. sæti með 33 stig. Um helgina spilaði liðið fimm leiki og unnust þeir allir, þar af fjórir 2-0 og einn 2-1.“

Þetta má lesa á Facebooksíðu Blakfélags Fjallabyggðar.

Þess má geta að félagið var stofnað 11. maí árið 2016.

Siglfirðingur.is óskar BF til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

Mynd: Af Facebooksíðu BF.
Texti: Af Facebook-síðu BF. / Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is