Ískalt á Siglufirði, segir Scan


Enska tímaritið Scan fjallar í janúarheftinu um Siglufjaðarbækur Ragnars Jónassonar með fyrirsögninni „Ice cold in Siglufjörður“. Tvær bókanna eru nú komnar út í Bretlandi, Snjóblinda og Náttblinda, og þrjár aðrar væntanlegar á næstu misserum. Þá hefur rafbók komið út í Ástralíu. Bækur Ragnars hafa auk þess verið þýddar á þýsku og pólsku og samið hefur verð um útgáfu í Bandaríkjunum, í Frakklandi og á Ítalíu.

Í greininni í Scan er sagt að Ragnar sé að verða einn helsti gæpasagnahöfundur Norðurlanda. Aðspurður segir Ragnar að náttúran og veðrið leiki stærra hlutverk í íslenskum glæpasögum en bókum frá hinum norrænu þjóðunum. Haft er eftir Ragnari að Siglufjörður sé einn af uppáhaldsstöðum hans og að hann feti í fótspor afa síns og nafna, en á annan hátt því að Þ. Ragnar skrifaði um sögu Siglufjarðar.

Tímaritinu Scan er dreift á flugvöllum á Norðurlöndunum en einnig á völdum stöðum í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Sjá nánar hér.

Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]
Mynd: Scan Magazine.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]