Ískaldur þriller


Gagn­rýn­andi dag­blaðsins Washingt­on Post nefn­ir Snjó­blindu eða Snowblind eft­ir Ragn­ar Jónas­son sem eina af þrem­ur bestu spennu- og glæpa­sög­um sem koma út í Banda­ríkj­un­um í janú­ar. Ragn­ar prýðir forsíðu mann­líf­s­kálfs blaðsins í dag ásamt höf­und­um hinna tveggja glæpa­sagn­anna. Á forsíðunni eru einnig Gold­en Globe-verðlauna­haf­ar og Meryl Streep.

Hinar tvær glæpa­sög­urn­ar eru My Hus­band’s Wife eft­ir Jane Corry og The Dark Room eft­ir Jon­ath­an Moor.

Gagn­rýn­and­inn seg­ir jafn­framt um bók Ragn­ars. „Á Íslandi er hefð að gefa bæk­ur í jóla­gjöf og eyða síðan jóla­nótt­inni í lest­ur. Nýtt ár er gengið í garð en það er alls ekki of seint að næla sér í Snjó­blindu. Hún er nógu góð til að vera í hillu með bók­um Yrsu Sig­urðardótt­ur og Arn­ald­ar Indriðason­ar, kon­ungs­hjóna ís­lenskra glæpa­sagna.“

Þetta má lesa á Mbl.is.

Sjá líka hér.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is