Ísbjarnargengið klárt í slaginn


Ísbjarnargengið, sem er nýlega stofnaður stuðningsmannahópur KF, verður með upphitun á Hótel Brimnesi fyrir leik KF og Gróttu nú á laugardag kl. 14.00 á Ólafsfjarðarvelli. Hótelið verður opnað kl. 12.00 og hægt að kaupa sér þar mat og drykk til hressingar.

?Allir stuðningsmenn KF eru hvattir til að mæta og ná upp alvöru stemmingu fyrir og á leiknum og vera þannig 12. maður KF á vellinum,? segir í aðsendri tilkynningu. Er fólk beðið um að taka með sér vini, til að efla hópinn enn frekar.

?Gróttumenn mæta dýrvitlausir í þennan leik þar sem þeir eru að berjast á hinum enda töflunnar um fallsæti á meðan við ætlum okkur að berjast um að enda í öðru af tveim efstu sætum deildarinnar.?

 

Mynd: Aðsent.

Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is