ISA­VIA lok­ar Siglufjarðarflugvelli


?ISA­VIA hyggst loka Sprengisandsvelli, Kaldár­mel­um og Siglu­fjarðar­velli nú í sum­ar. Ástæðan er sögð vera í nafni hagræðing­ar og sparnaðar. Flug­mála­fé­lag Íslands mót­mæl­ir ákvörðun­inni og seg­ir að sér­stakt sé að lend­inga­stöðum sem þess­um sé lokað í þágu flu­gör­ygg­is og sparnaðar en ekki sé dýrt að viðhalda um­rædd­um stöðum. Flug­mála­fé­lagið bend­ir einnig á að í samþykkt­um ISA­VIA sé tekið fram að til­gang­ur fé­lags­ins sé meðal ann­ars rekstur og upp­bygg­ing flug­valla.? Mbl.is greinir frá þessu.

Ennfremur segir þar:

?Stefnt er á að lok­un­in taki gildi þann 1. júlí næst­kom­andi en til vara þann 16. októ­ber. Lok­un­in hef­ur þá þýðingu fyr­ir flug­menn að þeim verður óheim­ilt að lenda.

Matth­ías Svein­björns­son, for­seti Flug­mála­fé­lags Íslands, staðfest­ir ákvörðun­ina og seg­ir það sér­kenni­lega nálg­un að loka flug­velli í þágu flu­gör­ygg­is því lend­ingastaðir sem þess­ir hafi í gegn­um tíðina sannað gildi sitt. Matth­ías seg­ir einnig ISA­VIA ganga hart fram í þess­um mál­um og taki gjarn­an ein­hliða ákv­arðanir um mál sem þessi.

Af­leiðing lok­un­ar­inn­ar verður meðal ann­ars sú að áætl­un­ar­vél­um verður óheim­ilt að lenda á þess­um völl­um auk þess sem trygg­ing­ar einka­flug­véla krefjast flest­ar að lent sé á skráðum völl­um þar sem vissa er um ákveðinn aðbúnað þeirra. Einnig má nefna að upp­lýs­ing­ar um vell­ina verða ekki birt­ar á flug­kort­um í framtíðinni enda verða þeir ekki skráðir sem slík­ir. Lög­gilt­um lend­ing­ar­stöðum mun því fækka á land­inu.

Friðþór Ey­dal, talsmaður ISA­VIA, seg­ir lok­un flug­braut­ar á Sigluf­irði vera vegna hrak­andi ástands henn­ar og ekki verði veitt fé til viðhalds. Ástæðan fyr­ir lok­un Sprengisands­braut­ar­inn­ar sé meðal ann­ars vegna þess að skammt frá sé rek­in flug­braut í Nýja­dal. Flug­braut­inni á Kaldár­mel­um verður lokað vegna þess að hún er ekki leng­ur í þjón­ustu­samn­ingi.?

Flugvél tekur á loft af Siglufjarðarflugvelli 24. apríl síðastliðinn. Nú á að loka honum.

Mynd: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is.

Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is