Iris á fjölunum í kvöld


Grunnskóli Fjallabyggðar frumsýndi í gær í Allanum leikverkið Iris eftir Brynhildi Guðjónsdóttur og Ólaf Egil Egilsson. Um er að ræða nýtt verk sem skrifað var sérstaklega fyrir Þjóðleik en það er samstarfsverkefni Þjóðleikshússins og ýmissa leikhópa á Norðurlandi. Það eru unglingar í leiklistarvali grunnskólans sem fluttu verkið, undir stjórn Sigmundar Sigmundssonar.

Önnur sýning verður svo í kvöld kl. 20.00.

Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn 16 ára og yngri. 

Sýningin er ekki við hæfi ungra barna.

Sjá líka hér og hér.

Hluti leikarahópsins, tekið að lokinni sýningu fyrir eldri deild skólans í gær kl. 13.30.

Mynd: Þórarinn Hannesson | hafnargata22@hive.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is