Ingunn Sveinsdóttir AK-91 komin á flot


Enn eitt glæsilega fleyið úr ranni Siglufjarðar Seigs
ehf. er komið á flot. Það nefnist Ingunn Sveinsdóttir og ber
einkennisstafina AK-91. Þetta er 110. nýsmíði fyrirtækisins. Eigandi er útgerðarfélagið Haraldur Böðvarsson & Co. ehf.

Að sögn Ingvars Þórs Ólafssonar tæknifræðings er
báturinn 11,27 m á lengd og 3,9 m á breidd, smíðaður úr trefjaplasti.
Hann er vel búinn til veiða, t.d. með línuspili, millibólaspili,
línurennu, færarúllum og netaniðurleggjara. Í lest er pláss fyrir 12
kör. Vélin er af gerðinni Cummins QSM11 610hp og ganghraðinn er um 26
sjómílur.

Góð aðstaða er um borð fyrir mannskap,
t.d. er stýrishús með setkrók og eldhúsi. Í lúkar er svefnpláss fyrir
þrjá, ásamt klósetti og sturtu.

 

JE-vélaverkstæði ehf. sá um
niðursetningu á vélbúnaði og alla stálsmíði, Raffó ehf. sá um allar
raflagnir um borð og Altor ehf. sá um uppsetningu á siglinga- og
fiskileitartækjum.

 

?Verkefnastaðan hjá Siglufjarðar Seig
ehf. er góð, núna eru fjórir bátar í viðgerð og endurbyggingu hjá okkur,
þrír frá Sauðárkróki og einn frá Sandgerði. Skrokkur fyrir næstu
nýsmíði er orðinn klár, og við förum væntanlega á fullt í hana eftir
áramótin,? sagði Ingvar Þór.

Hjá Siglufjarðar Seig ehf. starfa fimm manns.

 

Hér koma nokkrar myndir.

12. október 2010, prufuferð undirbúin.

Siglt út fjörðinn.

Og inn.

24. október, setkrókur og eldhús.

Sami dagur, lúkar.

Og stýrishús.

14. nóvember, vél.

15. nóvember.

16. nóvember, tilbúinn í slaginn.

22. nóvember, búnaður á dekki.

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

(1 og 9), Gestur Hansson (2 og 3), Ingvar Þór Ólafsson (4-7 og 10) og Sveinn Þorsteinsson (8).

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is