Indíana Sól


Indíana Sól var skírð fyrr í dag, að Suðurgötu 43 á Siglufirði. Hún fæddist 22. febrúar síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hennar eru Theodóra Sif Theodórsdóttir og Jónas Kristinn Guðbrandsson, að Þormóðsgötu 34 hér í bæ. Skírnarvottar voru ömmurnar, Guðný Halldórsdóttir og Sólveig Halla Kjartansdóttir.

Dagurinn var ekki valinn út í bláinn, því langamma Indíönu Sólar, Elsa Sigurbjörg Þorbergsdóttir, fæddist einmitt 29. maí árið 1914, þ.e.a.s. fyrir nákvæmlega 100 árum. Og einnig voru í dag 50 ár liðin frá því að Eggert Páll, bróðir Theodóru, var borinn til skírnar í þessu sama húsi.

Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju.

Indíana Sól og foreldrar, ömmur og afar.

Jónas og Theodóra með dóttur sína.

Eggert Páll með litlu frænku, en nákvæmlega 50 ár eru síðan hann var skírður í stofunni þarna.

Og svo prinsessan ein og sér, þreytt eftir ævintýri dagsins.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is