Illviðrið í gær


Það hefur heyrst bæði í útvarpi og sjónvarpi í dag að vont veður hafi
verið um allt land í gær. Meðfylgjandi ljósmynd, sem tekin var um kl.
18.00 meintan illviðrisdag, sýnir hvernig umhorfs var þá á Siglufirði.

Á föstudag, 16. september, var umhverfisráðuneytið búið að flytja bæinn okkar austur á land. Og svo núna þetta.

Ætli við tilheyrum ekki Íslandi lengur?

Þórkatla GK 9 kemur í höfn á Siglufirði seinnipartinn í gær í kolvitlausu veðri.

Mynd: Sigurður Helgi Sigurðsson | sigh@simnet.is.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is