Íbúar Siglufjarðar 1.230 talsins


Íbúar Siglufjarðar er 1.230 talsins að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Miðað er við 1. janúar 2016. Fjölgaði þeim um 29 á nýliðnu ári. Karlar eru ívið færri en konur, 612 á móti 618.

Í Ólafsfirði eru íbúar 807 talsins, en voru 805 þann 1. janúar 2015. Karlar eru þar 409 en konur 398.

Íbúar Fjallabyggðar eru því 2.037 talsins.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is