Íbúakosning um fræðslustefnuna


Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á 547. fundi sínum í gær, 15. mars, að láta fara fram íbúakosningu um fræðslustefnu sveitarfélagsins 14. apríl næstkomandi. Íbúakosningin lýtur sveitarstjórnarlögum nr.138/2011 og verður staðarkosning í tveimur kjördeildum, Ráðhúsi Fjallabyggðar og Menntaskólanum á Tröllaskaga.

Spurt verður:

1. Vilt þú að stefnan haldi gildi sínu?

Valkostir:

1. Já, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 haldi gildi sínu.

2. Nei, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 verði felld úr gildi og fyrri fræðslustefna frá 17.03.2009 taki gildi á ný.

Þetta má lesa í nýrri frétt á heimasíðu Fjallabyggðar. Sjá þar.

Mynd: Úr safni.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is / Fjallabyggð.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is