Í tilefni dagsins


Eins og flestum lesendum ætti að vera orðið kunnugt er 1. apríl í dag og
fréttir af hvalagöngu, gulli og bjórtilboði uppspuni frá rótum. Voru
þær unnar með vitorði og samþykki þeirra sem málið snerti – nema
auðvitað sú af risum hafdjúpanna – og þakkar Siglfirðingur.is þeim
aðilum hér með kærlega fyrir.

Undir Greinar er nú að finna áhugaverða samantekt Jónasar Ragnarssonar um þessháttar iðju hér á landi frá upphafi og nefnist hún Fyrsti apríl í fjölmiðlum.

Sjá líka hér.

Myndirnar af hvölunum tók undirritaður fyrir nokkrum árum á Skjálfandaflóa, úr Faldi, einum báta Gentle Giants Whale Watching fyrirtækisins á Húsavík.

Í dag er víst 1. apríl.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti:
Sigurður Ægisson
| sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is