Í stríði við Kára


Í norðanáhlaupi undanfarinna daga hefur miklu af snjó kyngt niður hér, eins og víðast hvar á Tröllaskaga, og því
töluvert mætt á þeim starfsmönnum Fjallabyggðar sem sjá um að halda
götunum opnum fyrir umferð og sem þeir hafa gert af stakri prýði.

Og
þótt einhverjum bæjarbúanum kunni e.t.v. að finnast lítið og hægt ganga í
mokstrinum á stundum er það ómaklegt. Þetta er nefnilega mesta ofankoma
sem verið hefur í áraraðir og menn eru farnir af stað kl. 05.00 á
morgnana og eru að til kl. 21.00 á kvöldin, og tækin – oftast 6 eða 7 í sveitarfélaginu öllu – í raun aldrei í hvíld, enda um vaktir að ræða.

Og sumar leiðir, eins og t.d. til og frá skólunum, hafa forgang.

Elskum friðinn. Sýnum biðlund. Og tökum
heldur ofan fyrir þessum görpum okkar. Þeir vinna örugglega fyrir
kaupinu sínu.

Hér koma nokkrar myndir.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is