Í sól og sumaryl


Helgin er búin að vera með eindæmum góð í Siglufirði, aragrúi af fólki út um allt og bros á hverju andliti. Og mikið um að vera. Ekki hefur veðrið spillt fyrir. Mestan hluta  dagsins, frá því snemma í morgun og fram undir kvöldmat, var glampandi sól, og þessa stundina er milt úti og fallegt.

Hér kemur lítið sýnishorn af því sem fyrir augu bar.

Á laugardag voru nokkur börn að veiða á Togarabryggjunni.

Hér má sjá eitt þeirra, vel útbúna stúlku, í þann veg að egna fyrir þann stóra.


Annar smár en knár veiðimaður fékk þennan.

Sigurvin ferjaði nokkra ættarmótsgesti út á Siglunes í hádeginu 

og til baka nokkrum tímum síðar.


Síldargengið var á Hafnarkaffi að skemmta gestum.


Og þarna var löndun á fullu.


Gunnar Smári Helgason, prímus mótor Síldarhátíðarinnar í ár,

var að koma fyrir stórri dagskrárauglýsingu á Ráðhústorgi og verja hana 

með sílikoni eða einhverju álíka.

 

Þarna var slappað af og málin rædd.


Söltun á planinu við Roaldsbrakkann kl. 15.00.


Ragnar Páll Einarsson listmálari og þúsundþjalasmiður 

var með nikkuna sína góðu.


Örlagavaldur þjóðarinnar.


Og það var sungið.


Þessi pattaralegi marhnútur náðist við Togarabryggjuna.


Margmenni á Hafnarkaffi.


Og þarna.


Grillið hitað upp í Skógræktinni fyrir göngugarpa, sem voru rétt ókomnir.


Örtröð við löndunarbryggjuna.

Sunnudagur. Og fleiri komu til Siglufjarðar af hafi.


Þessi mamma var að kenna ungunum sínum veiðiaðferðir.


Og Þórarinn Hannesson að gera allt klárt fyrir málun.


Og álftirnar pössuðu ungahópinn sinn í bak og fyrir.


Þessar dömur voru í gönguferð.

 

En sumir fóru hvergi.

Aðrir nutu veðurblíðunnar við matsölustaðinn Torgið.Lóa bar út kræsingar úr Allanum.Þórleifur bragðaði á heimagerðum íssósum á Hippamarkaðinum á Rauðkutorgi.Þar var margt forvitnilegt að skoða.Og þar var fólk á öllum aldri.Nanna bauð spil til kaups.Einhverjar pælingar í gangi.Sumum fannst gott að kæla sig aðeins 

og líta inn á áhugaverða myndlistarsýningu Bergþórs Morthens.Ein lítil hnáta tók dúkkuna sína með í bæinn, til að sýna henni mannlífið.Og vígalegur Björn Jörundur lét sig ekki vanta í dýrðina.

 

Flestar myndir og texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Mynd af Birni Jörundi: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is