Í rjómablíðu austur af Grímsey


Pétur Bjarnason skipstjóri á Siglunesi SI 70 sendi vefnum tvær myndir í
dag sem teknar voru 5-6 sjómílur austur af Grímsey í rjómablíðu, á
svæði sem kallað er Pytturinn.

Að sögn kapteinsins er lítið af rækju
að hafa þessa stundina, frekar tregt, og verður jafnvel siglt í land í
fyrramálið eða seinna á morgun, enda leiðindaveður framundan ef eitthvað er að
marka spár.

Siglunes SI 70 5-6 sjómílur austur af Grímsey í dag.

Og hér er myndavélinni beint að Tröllaskaganum.

Myndir: Pétur Bjarnason

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is