Tilnefnd þrisvar í sama flokknum


Tilnefningarnar til Edduverðlaunanna í ár voru opinberaðar í dag. Sérstaka athygli vekur að einn og sami einstaklingurinn er tilnefndur þrisvar sinnum í flokknum Gervi ársins. Það er mikið afrek. Þetta er Kristín Júlla Kristjánsdóttir förðunar- og leikgervahönnuður sem er tilnefnd fyrir myndina Andið eðlilega, sem í heild er með níu tilnefningar, Lof mér að falla, sem er með tólf tilnefningar, og svo Varg.

Skemmst er að minnast þess, að Kristín hlaut Edduna árið 2015 fyrir Vonarstræti og árið 2016 fyrir Hrúta.

Kristín Júlla Kristjánsdóttir er fædd árið 1968. Foreldrar hennar eru Hafrún Ólöf Víglundsdóttir og Kristján Ingi Helgason (Sveinssonar leikfimikennara). Fósturfaðir Kristínar var Júlíus Baldvinsson.
 Eiginmaður Kristínar er Guðmundur Þór Skarphéðinsson, sonur Margrétar S. Hallgrímsdóttur og Skarphéðins Guðmundssonar kennara.

Siglfirðingur.is óskar Kristínu innilega til hamingju með þennan heiður.

Rætt var við hana í Síðdegisútvarpinu í dag.

Sjá líka hér.

Mynd (úr safni): Ásdís Ásgeirsdóttir | [email protected].
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected].

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]