Í beinni í sjónvarpinu á morgun


Á morgun, laugardaginn 23. mars, fer fram Söngkeppni Samfés í Laugardalshöll í Reykjavík. Keppnin hefst kl. 13.00 og verður sjónvarpað beint á RÚV. Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð á fulltrúa í keppninni en það er hljómsveitin Ronja og ræningjarnir sem flytja lag Amy Winehouse og Mark Ronson, Back to black. Í höllinni verða dyggir stuðningsmenn Ronju og ræningjanna því 35 unglingar úr Neon ásamt starfsmönnum héldu suður í morgun til að fara á Samfestinginn sem haldinn er í kvöld í Laugardalshöll og söngkeppnina á morgun.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að kveikja á sjónvarpinu kl. 13.00 á morgun laugardag og fylgjast með þessum flottu fulltrúum Fjallabyggðar. Atriði Neons er nr. 2 í keppnisröðinni.

Hjómsveitina Ronju og Ræningjana skipa þau Ronja Helgadóttir, söngur, Tryggvi Þorvaldsson, gítar og söngur, Júlíus Þorvaldsson, gítar og söngur, Mikael Sigurðsson, bassi, Hörður Ingi Kristjánsson, píanó og Kristján Már Kristjánsson, trommur. Mentor hljómsveitarinnar er Guðmann Sveinsson, tónlistarkennari.

Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.
Texti: Fjallabyggd.is / Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is