Hvítt í fjöllum og görðum


Hvítt var í fjöllum og görðum í Siglufirði þegar íbúar vöknuðu í morgun. Norðangarri var í gærkvöldi með smávegis ofankomu og enn muggar hér nyrðra, enda hiti við frostmark. Hrafninn er kominn með unga, og álft, tjaldur og æðarfugl liggja á eggjum og aðrir fuglar eru teknir að huga að varpi eða jafnvel byrjaðir einhverjir. Óskemmtilegt fyrir þá.

Annað kuldakast er væntanlegt í næstu viku.

Sjá líka hér.

Horft út um bílrúðu tíðindamanns um kl. 07.30.

Siglufjörður fremur grár miðað við árstíma.

Tjaldurinn er orpinn fyrir nokkru síðan og líklega eru um 10 hreiður í firðinum þetta árið.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is