Hvítt í efstu brúnum


Fallegur hefur þessi septemberdagur verið nyrst á Tröllaskaga. Og er. Siglfirskir fjallatindar bera þó margir hverjir snjóhettu eftir kulda næturinnar. Hvort þessi áminning um veturinn fer eða verður á svo eftir að koma í ljós. Veðurspáin er þessi: „Austanátt, víða 10-18 m/s og rigning, en hægari og úrkomulítið N-lands fram á nótt. Norðaustan 13-20 m/s NV-til á morgun og við NA-ströndina, en mun hægari í öðrum landshlutum. Talsverð rigning fyrir norðan og austan, en rofar til á A-landi eftir hádegi. Skúrir syðra, einkum SA-lands. Hiti 5 til 11 stig.“

Myndir: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected] / Veðurstofa Íslands.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]