Hvasst og éljagangur fyrir norðan


Það hefur gengið á með norðanéljum og
skafrenningi hér í dag og varla sést á milli húsa á stundum. Götur eru
margar hverjar illfærar, þótt moksturstæki séu á ferð og reyni að gera
það sem hægt er. Svipað hefur verið í Ólafsfirði og í Héðinsfirði, þar
sem mikið og hratt safnast á veginn milli gangamunnanna.

Spáin
fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: Norðan 5-13 og snjókoma
eða él. Frost 1 til 10 stig. Hægari og úrkomulaust að kalla í kvöld, en
norðaustan 5-10 og snjókoma síðdegis á morgun.

Þessi mynd lýsir ágætlega blæstrinum úr norðri.

Og þessi, sem var tekin örfáum mínútum síðar, af Íþróttamiðstöðinni á Hóli, þarfnast ekki skýringa.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is