Hvað flýgur þarna?


Nú eru sumarfuglarnir okkar flestir komnir til vetrarstöðva sinna í hlýrri löndum, en þeirra í stað gestir farnir að sjást hér og þar. Mest er um þá fyrir austan og sunnan, en eitthvað ber alltaf fyrir augu í Siglufirði, mismikið þó eftir árum.

Í dag var sá fyrsti mættur í tré við Hvanneyri. Þar var á ferðinni hettusöngvari, kvenfugl.

Eru bæjarbúar hvattir til að setja epli eða perur út í tré sín, eða á einhverja aðra festu hátt uppi, svo að snjór leggist nú ekki yfir matinn, þegar þar að kemur, og þá er nokkuð víst að í þetta verði sótt, heimilisfólki til yndisauka í skammdeginu.

Ekki væri verra að fá svo af því fregnir þegar torkennilegir smáfuglarnir taka að birtast. 

Þessi hettusöngvari, sem er kvenfugl, var hér í Siglufirði 14. október 2007,

fyrir nákvæmlega þremur árum.

Og þessi 25. október 2007.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is