Hurðaskellir nálgast


Hurðaskellir er sjöundi jólasveinninn, hávaðabelgur sem skellir hurðum og truflar svefnfrið fólks. Sums staðar gengur hann enn undir nafninu Faldafeykir en hann á að hafa feykt til földum. Þótt margir tengi það við pilsfalda, var upphaflega átt við faldinn sem konur báru á höfðinu. Nafnið Pilsaþytur hefur því heyrst vegna þessa misskilnings, en ekki náð fótfestu og er hvergi getið í heimildum.

Sjöundi var Hurðaskellir,
– sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér vænan dúr.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar. Sjá nánar á http://www.jolamjolk.is/.
Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]