Hundrað milljónir í nýjan veg


Hundrað milljónum króna hefur verið veitt í nýjan veg að skíðasvæðinu í Skarðsdal. Vegurinn er talinn nauðsynlegur hluti endurbóta vegna snjóflóðahættu. Skíðasvæðið hefur verið rekið á undanþágu síðustu ár, en hluti þess er skilgreint sem snjóflóðahættusvæði. Samkvæmt áhættumati þarf að færa skíðaskála og lyftu af neðsta hluta svæðisins og leggja nýjan veg. Þetta má lesa á Rúv.is. Sjá nánar þar.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Rúv.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is