Hundrað ára varðstaða


„Miðvikudaginn 1. júlí voru eitt hundrað ár liðin síðan slökkvilið Siglufjarðar var stofnað. Siðan þá hefur ótalinn fjöldi vöskustu manna samfélagsins ætíð verið viðbúinn því að bruna fyrirvaralaust af stað á næsta brunastað hvar eða hvenær sem hann varð eða verður. Menn með þrautþjálfaða viðbragðs- og aðgerðaáætlun um að veita þá þjónustu sem fæstir vilja þiggja ótilneyddir – og forðast eins og heitan eldinn. Fyrrum, meðan ekki var óalgengt að eldar kviknuðu og grönduðu eigum og lífi manna, var blásið í brunalúðra og hlaupið á stað með frumstæðan tækjabúnað á tréhjólum. Nú er öldin önnur, æ sjaldnar kviknar í og Slökkvilið Fjallabyggðar hefur yfir að ráða margbrotnum og fullkomnum tækjabúnaði. Og á stöðinni vakir Ámi brunavörður alla daga og er því meir elskaður af samborgurm sínum sem hann hefur sig minna í frammi – sérstaklega eru hann og brunabílarnir hans dáðir af litlu leikskólabörnunum sem heimsækja hann reglulega. Og flest vilja þau vera í liði með Áma.“ Þetta má lesa á heimasíðu Síldarminjasafns Íslands. Sjá meira þar.

Mynd: Skjáskot af umræddri frétt á heimasíðu Síldarminjasafns Íslands.
Texti: Síldarminjasafn Íslands / Sigurður Ægisson | [email protected].

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]