Humarvertíð í fullum gangi


Humarvertíðin hjá Rammanum í
Þorlákshöfn er í fullum gangi, eins og fram kemur á heimasíðu
fyrirtækisins í dag. Veiðarnar hófust
í byrjun apríl, í djúpunum fyrir Suðausturlandi, og hafa gengið vel alveg frá
upphafi. Nú hafa skipin fært sig vestur eftir og eru á
Eldeyjarsvæðinu. Meginafurð vinnslunnar, eða tæp 90%, er heill humar, og
er aðalkaupandi Spánn.

Sjá hér.

Myndir: Rammi hf.

Texti: Rammi hf. / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is