Hulda og Trausti á forsíðu Morgunblaðsins í gær


Akureyringurinn Kjartan Þorbjörnsson, ellegar Golli, eins og hann er oftast nefndur, ljósmyndari á Morgunblaðinu, átti forsíðumynd þess í gær. Fyrirsæturnar voru þau heiðurshjón Trausti Breiðfjörð Magnússon og Hulda Jónsdóttir, sem lengi bjuggu á Sauðanesi.

Á Facebooksíðu sinni greinir Kjartan frá atvikum og segir orðrétt: ?Brá óneitanlega þegar litið var út um glugga gærdagsins og við blasti að hjónin í kjallaranum, 93 og 95 ára, voru að raka saman laufblöðum og troða í poka. Gat ekki setið aðgerðalaus hjá og hljóp því niður… og smellti af þessari mynd!?

Trausti, sem fæddur er árið 1918, var vitavörður á Sauðanesi frá 1958 til 1988, eða í þrjátíu ár. Þá tók Hulda eiginkona hans, sem fædd er árið 1921, við og gegndi starfinu í þrjú ár, eða frá 1989 til 1991.

Trausti og Hulda eiga núna heimili að Austurbrún 39 í Reykjavík. Börn þeirra eru Sólveig (f. 1951), Margrét (f. 1952), Magnús Hannibal (f. 1954), Vilborg (f. 1957) og Jón Trausti (f. 1965), en hann býr á Sauðanesi ásamt Herdísi konu sinni og börnum. Sonur Huldu er Bragi (f. 1946).

Sjá líka hér.

Myndin fallega.

Og forsíða Morgunblaðsins í gær.

Mynd: Kjartan Þorbjörnsson | golli@mbl.is.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is