Hrönn Einarsdóttir með ljósmyndasýningu


Hrönn Einarsdóttir verður með strigaljósmyndasýningu í Danna, bláa húsinu við Rauðkutorg, frá kl. 13.00 til 18.00 á laugardaginn kemur, 4. júní. ?Það kostar ekkert inn og allir eru velkomnir með góða skapið,? segir hún.

Siglfirðingur.is hvetur fólk eindregið til að líta þangað og skoða, því Hrönn er afar næm á falleg mótíf og góður ljósmyndari.


Þessa glæsilegu mynd, sem verður á sýningunni, tók Hrönn af gömlu bryggjunni og Hólshyrnu.

Hún nefnist ?Fjörðurinn minn í sínu fegursta ljósi.?

Mynd: Hrönn Einarsdóttir.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is