Hreinsunarátakinu frestað um viku


Hreinsunarátakinu sem vera átti í Fjallabyggð á laugardaginn kemur hefur
verið frestað um viku, enda frost og snjór í kortunum. Veðurspáin fyrir
Strandir og Norðurland vestra er þessi: ?Norðaustan 8-13 og rigning eða slydda með köflum. Hiti 2 til 7 stig.
Hvessir í kvöld og nótt. Norðaustan 13-18 og él á morgun. Kólnandi
veður.?

Og veðurhorfur á landinu næstu daga eru þessar: Á föstudag er búist við norðan og norðaustan 10-18 m/s, og á að vera hvassast SA-lands. Snjókoma eða él, en skýjað með köflum og þurrt á S- og SV-landi. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti 1 til 8 stig að deginum S-til, annars yfirleitt 0 til 5 stiga frost. 

Á laugardag og sunnudag er gert ráð fyrir norðan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s. Þurrt SA-til, skúrir eða slydduél SV-lands og él á norðanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig syðra, annars í kringum frostmark. Búast má við næturfrosti um mest allt land.

Sjá hér.

Svona lítur föstudagurinn út, miðað við horfurnar í dag.

Og hér er laugardagurinn.

Myndir: Vedur.is

Texti: Vedur.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is