Hreinsunarátak í Fjallabyggð á morgun, laugardaginn 28. maí


Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Íslenska Gámafélagið ehf. hafa tekið höndum saman um að snyrta og fegra umhverfi sveitarfélagsins. Ætlunin er að Fjallabyggð verði ætíð til fyrirmyndar í snyrtimennsku og taki sérstaklega vel á móti gestum sínum í sumar. Af því tilefni verður staðið fyrir hreinsunarátaki í sveitarfélaginu með íbúum og fyrirtækjum á morgun, laugardaginn 28. maí. Þetta átti upphaflega að gerast 21. maí síðastliðinn, en þurfti að fresta vegna afleitrar veðurspár. Ekki þarf að hafa fleiri orð um það.

En sjá annars nánar hér.

Á morgun á að hreinsa og fegra sveitarfélagið.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is