Hrefnumótið í boccia


Hrefnumótið í boccia var haldið um síðustu helgi, 3.–5. júní, og er þetta sjöunda Hrefnumótið sem Snerpa og fjölskylda Hrefnu Hermannsdóttur stendur fyrir. Sigurvegarar í ár voru Líney Bogadóttir og Auður Björnsdóttir. Í öðru sæti voru Sigurjón Sigtryggsson og Anna Kristinsdóttir og í þriðja sæti voru Björg Friðriksdóttir og Margrét Jónasdóttir.

Það er gaman að geta þess að Líney, sem er 94 ára, og Auður voru miklar vinkonur Hrefnu en Hrefna lést árið 2009.

Fjölskylda Hrefnu þakkar Snerpu, dómurum, starfsfólki og keppendum öllum frábæra samveru á Hrefnumóti 2016.

hrefnumotid2016_03 hrefnumotid2016_02

Myndir og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is