Hrefnumótið 2015


Hrefnumótið í boccia var haldið síðasta laugardag í íþróttahúsinu á Siglufirði en mótið er árlegt og var nú haldið í sjötta sinn. Þar eigast við afkomendur Hrefnu Hermannsdóttur, en Hrefna var margfaldur bocciameistari, og félagar hennar í íþróttafélaginu Snerpu. Á eftir var boðið upp á súpu og konfekt á Skálarhlíð og þátttakendur fengu verðlaunapening. Heiðrún Sólveig Jónasdóttir og Sigurjón Sigtryggsson sigruðu og hlutu að launum farandbikar. Hér er um að ræða skemmtilega viðureign þar sem allir fá að njóta sín, ungir sem aldnir.

Sigurvegararnir.

Þátttakendurnir.

Hrefnugengið.

Fleiri myndir hér.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is