Hraðhleðslustöð á Siglufirði


Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, staðfesti í morgun tillögur ráðgjafanefndar Orkusjóðs um styrkveitingar til að byggja upp innviði fyrir rafbíla. Styrkirnir verða veittir í þremur skömmtum – í ár, á næsta ári og árið 2018. Alls verða 67 milljónir króna veittar á hverju ári. Þær fara í að byggja upp 42 hraðhleðslustöðvar og 63 hefðbundnar stöðvar, samtals 105 nýjar stöðvar. Fyrir eru þrettán hraðhleðslustöðvar á landinu ætlaðar rafbílum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Alls sóttu 33 sveitarfélög, fyrirtæki og aðrir um styrki en sextán fengu þá. Á Siglufirði verður byggð upp hraðhleðslustöð.

Sjá nánar hér.

Mynd: Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is