Hraðamyndavélar í Héðinsfjarðargöng


Nú fer að styttast í að
Héðinsfjarðargöng verði opnuð og frétt á Mbl.is í dag ber þess líka
glöggt vitni, en þar kom fram að Ríkiskaup hefðu óskað eftir tilboðum í
hraðamyndavélar og allan búnað sem þeim tilheyrir auk 10 skápa utan um
þær.

Ráðgert er að setja þetta upp í tvennum jarðgöngum sem opnuð
verða í haust, þ.e.a.s. annars vegar þeim sem tengja eiga Hnífsdal og
Bolungarvík og hins vegar Ólafsfjörð og Siglufjörð.

Á heimasíðu Ríkiskaupa kemur aukinheldur fram að tilboð verði opnuð 19. ágúst næstkomandi kl. 11.00.

Nýbúið að malbika, seinnipartinn í júlí.

Og svona var umhorfs þá inni í göngunum sjálfum.

Það verður sannarlega munur að geta ekið þarna í gegn í vetrarbyrjun.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is