Hörpulás, keis, rónagils og skelett


Afturhleri, bananajárn, barinn, bensl,
bestikk, blökkin, bobbingar, byssa, dauðileggur, forhleri, fótreipi,
gálgi, græjan, hleri, hörpulás, keis, kotlína, kríulöpp, melspíra, meri,
messiserinn, pokamaður, pontið, ratt, rónagils, róp, skelett, snarla,
spanni, stórigils, togklukka, úrsláttarjárn, þrí og tví.

Þessi orð eru partur úr heimi sem var en sem eflaust mun þó koma við
sögu 16. desember næstkomandi, en þá ætla gamlir togarajaxlar af Hafliða
SI 2 að hittast í Reykjavík, eta hangikjöt og rifja upp liðna tíð um
borð og í landi, við söng og aðra gleði.

Þar væri nú gaman að vera fluga á vegg.

Herlegheitin byrja kl. 18.00 og verða í NEMAforum-salnum, Slippstöðinni, Mýrargötu 2.

Meðfylgjandi er auglýsing sem var að berast. Athygli skal vakin á því, að nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 5. desember.

Auglýsing: Aðsend.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is