Hönd í hönd


Þann 21. mars er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti. Af því tilefni eru um alla Evrópu haldnir viðburðir tengdir fjölbreytileika undir yfirskriftinni „Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti“.

Síðustu ár hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands staðið að margvíslegum viðburðum í samstarfi við ýmsa hópa ungs fólks á Íslandi. Í ár leitaði Mannréttindaskrifstofan til grunnskóla um að vinna saman að táknrænu verkefni. Þemað er Hönd í hönd og vildi skrifstofan sjá alla grunnskólanemendur á landinu fara út úr skólabyggingunni einhvern þessara daga og leiðast, annað hvort í kringum hana eða annars staðar á áberandi stað, og þannig standa saman með margbreytileika í samfélagi okkar.

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og Leikskála og fleiri, m.a. starfsfólk sparisjóðsins, létu ekki sitt eftir liggja heldur tóku erindinu fagnandi og mynduðu upp úr kl. 11.00 í morgun stóran hring í hjarta bæjarins, eins og sjá má á ljósmyndinni hér fyrir ofan.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]