Holuviðgerðir í bænum


Menn frá Sauðárkróki eru þessa stundina í bænum að gera við holur í
malbikinu. Að sögn bílstjórans koma þeir annað veifið hingað til þess
arna og eru þá bara að snurfusa það sem Vegagerðin hefur yfir að ráða,
sem er vegurinn í gegnum bæinn. Við öðru er ekki hreyft.

?Já, þetta er vinnuflokkur frá Vegagerðinni, sem fer um og gerir við
þegar klæðningar bila, ?sagði Hreinn Júlíusson, þegar hann var spurður nánar út í verkið. ?Það er ekki hægt að
eiga við slíkt í bleytu svo að það er reynt að sæta lagi. Vegurinn frá
Ráðhústorgi og suður að beygjunni upp í Norðurtún er ónýtur og það á að
endurnýja hann næsta vor, skipta um jarðveg, og það kemur önnur hönnun á
hann; hann verður færður frá Síldarminjasafninu til að skapa meira
andrými þar en nú er.?

Fín heimsókn, þetta.

Vinnuflokkurinn að störfum.

Mynd og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is