Hólm Dýrfjörð látinn


Hólm Kr. Dýrfjörð frá Siglufirði lést á Grund 19. ágúst, 101 árs. Hann var fæddur í Ísafjarðarsýslu 21. febrúar 1914 og ólst upp á Ísafirði. Foreldrar hans voru Kristján Dýrfjörð rafvirki, síðar á Siglufirði, og Anna Halldóra Óladóttir. Fósturforeldrar hans voru Aðalheiður Dýrfjörð, föðursystir hans, og Sigurður Bjarnason. Hálfsystkini hans, samfeðra, eru Bragi, Jón og Birgir. Kona hans var Sigurrós Sigmundsdóttir, en hún lést árið 1999. Börn þeirra eru Birna, Anna, Erla, Guðmunda, Kristján og Sigmundur.

Hólm flutti á unglingsárum til Siglufjarðar, bjó þar í áratugi og vann við síldarsöltun og sem vörubifreiðastjóri. Þegar síldin hvarf flutti hann til Hafnarfjarðar, vann fram yfir sjötugt en lagðist þá í ferðalög, m.a. til Norðurlandanna, Kína, Bandaríkjanna, Brasilíu og Tyrklands. Síðustu sextán árin var hann á Grund.

Hólm Dýrfjörð fagnaði aldarafmæli síldarævintýrisins á Siglufirði sumarið 2003.

Mynd: Guðmundur Albertsson.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is