Höllin bauð lægst


„Tvö tilboð bárust í verðkönnun Fjallabyggðar fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Veitingahúsið Allinn á Siglufirði bauð kr. 930 í máltíð fyrir nemendur á Siglufirði. Veitingahúsið Höllin í Ólafsfirði bauð kr. 890 og kr. 1.100 til kennara. Höllin bauð kr. 890 í máltíð fyrir nemendur í Ólafsfirði og kr. 1.100 til kennara. Þá bauð Höllin kr. 840 í máltíðir fyrir nemendur ef samið yrði um báða staði, sem er 90 kr. minna á hverja máltíð en Allinn bauð fyrir nemendur á Siglufirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga um skólamáltíðir við Veitingahúsið Höllina í Ólafsfirði, í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins. Ekki kom fram í fundargerð hvernig matur verður fluttur á milli bæjarkjarna, en veitingahúsið Höllin er staðsett í Ólafsfirði.“

Héðinsfjörður.is greinir frá þessu.

Mynd: Úr safni.
Texti: Héðinsfjörður.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]