Hluti Aðalgötu lokaður út júní

Framkvæmdir eru að hefjast við endurnýjun Aðalgötu, milli Grundargötu og Tjarnargötu, að því er lesa má á heimasíðu sveitarfélagsins. Tvístefna verður á Norðurgötu milli Aðalgötu og Eyrargötu meðan á framkvæmdunum stendur, með innkomu frá Eyrargötu. Áætluð verklok eru 30. júní 2019.

Kort: Fjallabyggd.is.
Texti: Fjallabyggd.is / Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.