Hlutalandanir


Í dag var hlutalandað úr Sigurbjörgu ÓF 1 hér á Siglufirði blönduðum afla, 381 tonni sem fengust eftir 12 daga á veiðum. Fer Sigurbjörg að þessu loknu til makrílveiða. Um helgina var landað úr Mánabergi í Reykjavík. Afli úr sjó var 252 tonn eftir 8 daga á veiðum, mest karfi. Mánaberg er nú við karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Þetta má lesa á heimasíðu Ramma hf.

Frá lönduninni í blíðunni í dag.

Mynd: Rammi hf.

Texti: Rammi hf. / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is