Hjónavígsla og skírn


Í dag voru gefin saman í Siglufjarðarkirkju þau Sigtryggur Kristjánsson og Katrín Sigmundsdóttir. Þau eiga heima að Skeiðsfossi 2 í Fljótum. Svaramenn voru feður brúðhjónanna, þeir Kristján Sigtryggsson og Sigmundur Sigmundsson.

Að þessari athöfn lokinni var sonur Sigtryggs og Katrínar, Kristján, borinn til skírnar. Hann fæddist 5. apríl síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Skírnarvottar voru Daníel Kristjánsson og Sigrún Sigmundsdóttir.

Þorvaldur Halldórsson sá um tónlistina.

Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju.

Katrín og Sigtryggur að lokinni hjónavígslunni.

Katrín og Sigtryggur að lokinni hjónavígslunni.

Og hér er svo prinsinn í faðmi alnafna síns og afa.

Og hér er svo prinsinn í faðmi alnafna síns og afa.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is