Hjónavígsla í Siglufjarðarkirkju


Í dag voru gefin saman í hjónaband í Siglufjarðarkirkju þau Jóhann Örn Guðbrandsson og Jóhanna Bryndís Þórisdóttir. Þau eru bæði Siglfirðingar en eiga lögheimili að Víðivöllum 8 á Akureyri. Synir þeirra tveir, Elmar Orri, sem verður fjögurra ára eftir tvo daga, og Benedikt Þórir, sjö ára, voru hringaberar, en svaramenn voru feður brúðhjónanna, þeir Guðbrandur Jóhann Ólafsson og Þórir Jóhann Stefánsson. Um tónlistarflutninginn sá Marína Ósk Þórólfsdóttir.

Siglfirðingur.is færir hinum nývígðu og fjölskyldum þeirra innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins.

 

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is