Hjónakoss á Múlakollu


Af Múlakollu, sem er efsti hluti Ólafsfjarðarmúla, 984 m.y.s., er útsýni stórkostlegt og sést vítt um fjöll og dali. Það var eins í fyrradag, 9. apríl, þegar þar uppi fór fram giftingarathöfn í blíðskaparveðri, sú fyrsta sem vitað er um.

Brúðhjónin voru komin alla leið frá Svíþjóð til að ganga í það heilaga, hann Ólafsfirðingur, Gísli Már Helgason, búsettur ytra, en hún sænsk, Annie Sara Maria Johansson. Brúðkaupsgestir voru ferjaðir upp og niður á snjótroðara á vegum Arctic Freeride, nema brúðurin sem var óvænt keyrð upp snævi þaktar hlíðarnar á snjósleða. Hafði hún fram að því aldrei kynnst slíkum fararskjóta.

Morgunblaðið gerði þessum merkisatburði skil á forsíðu í dag, eins og hér fyrir neðan má lesa.

Forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag.

Forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag.

Á myndinni sést inn Eyjafjörðinn og m.a. yfir Hrísey.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]