Hjón tilnefnd heiðursfélagar


Hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Theodór Júlíusson voru í fyrradag tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram í Borgarleikhúsinu.

Guðrún Stefánsdóttir hætti nýverið sem miðasölustjóri Borgarleikhússins eftir að hafa unnið hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá opnun Borgarleikhússins árið 1989. Hún sá um veitingasölu í húsinu í tvo áratugi. „Vandaðri, skemmtilegri, vinnusamari, ósérhlífnari og yndislegri manneskju er vart hægt að finna og það hefur verið mikil gæfa fyrir Leikfélag Reykjavíkur að vera samferða Guðrúnu síðastliðin 30 ár,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

Eiginmaður Guðrúnar, leikarinn Theodór Júlíusson, hóf leiklistarferil sinn í áhugaleikhúsi árið 1970 en árið 1989 var hann ráðinn til Leikfélags Reykjavíkur við opnun Borgarleikhússins. Theodór hafði áður leikið á fjölum Samkomuhússins á Akureyri með Leikfélagi Akureyrar í fjölda ára.

Theodór lék í yfir sextíu sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlaunanna og verið útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs árið 2014.

Vísir.is greinir frá.

Sjá líka hér.

Mynd: Borgarleikhúsið.is.
Texti: Vísir.is / Sigurður Ægisson | [email protected]


image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]