Hjólað um þrenn jarðgöng


Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðarstarf. Liðsmenn þess hjóla á hverju sumri frá Kaupmannahöfn til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum, og nú í 16. skipti, nánar tiltekið frá 8. júlí til 15. júlí næstkomandi. Verkefnið samanstendur af 1.700 hjólreiðamönnum og 450 aðstoðarmönnum sem skiptast niður á 44 staðbundin lið frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Færeyjum og Íslandi.

Íslenska liðið fer nokkrar undirbúningsferðir áður en að þessu kemur og ein var í dag, þar sem hjólað var um þrenn jarðgöng Fjallabyggðar.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar í Héðinsfirði.

Sjá nánar hér og hér.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is