Hjólað í skólann


„Nokkrir krakkar úr 6. og 7. bekk komu hjólandi langa leið í skólann í morgun. Þessir nemendur eru allir búsettir á Siglufirði og komu hjólandi til Ólafsfjarðar ásamt fylgdarmanni. Ferðin tók um 55 mínútur og verður örugglega endurtekin að þeirra sögn.“ Þetta gaf að lesa á heimasíðu Grunnskóla Fjallabyggðar í dag.

Nemendurnir, sem fóru þessa 18 km leið, eru: Bjartmar Ari Aðalsteinsson, Halldóra Helga Sindradóttir, Hörður Ingi Kristjánsson, Júlíus Þorvaldsson og Tryggvi Þorvaldsson. Fylgdarmaðurinn var Kristján Sturlaugsson.

Myndir: Anna Hulda Júlíusdóttir.
Texti: Af heimasíðu Grunnskóla Fjallabyggðar / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]